Velkomin á Rabbar Barinn

 

Á Rabbar Barnum kennir ýmissa grasa, eins og margir þekkja af erlendum bændamörkuðum. Þar finnur þú íslenskt grænmeti í lausasölu, blóm, íslenskar gæðavörur og úrvals veitingar.

Humar & Beikon samlokan á Rabbar Barnum leikur við bragðlaukana og hefur slegið í gegn. Margir segja að þetta sé besta lokan í bænum, hefur þú smakkað?

Um Rabbar Barinn

Rabbar Barinn hóf starfsemi sína við opnun á Hlemmi Mathöll á afmæli Reykjavíkurborgar, þann 19. ágúst árið 2017. Rabbar Barinn hefur það að leiðarljósi að bjóða upp á braðgóðan mat, umbúðalaust íslenskt grænmeti, kryddjurtir, íslenskar matvörur og blóm í anda evrópska bændamarkaða. Við erum mjög stolt af því að bjóða næstum einungis upp á vandað íslenskt hráefni. 

Strax frá fyrsta degi á Hlemmi voru viðtökur staðarins góðar en þá heimsóttu 30.000 manns Hlemm Mathöll. Síðan þá hafa fjöldi gesta staldrað við og rabbað á meðan þeir gæða sér á veitingum Rabbar Barsins, þá sér í lagi hinni víðfrægu Humar & Beikonloku.

Rabbar Barinn opnaði á Granda Mathöll þann 1. júni 2018 og erum við mjög stolt af því að taka þátt í enn einu ævintýrinu á frumkvöðlaeyjunni. Á Granda er einnig boðið upp á úrvals vín, osta og að sjálfsögðu ódýran og heiðarlegan bjór.

Við tökum ávallt vel á móti okkar gestum og hlökkum til að sjá ykkur í hjarta Reykjavíkur.

Veisluþjónusta

Vilt þú fá okkur í heimsókn á vinnustaðinn eða í partýið? Við bjóðum upp á veisluþjónustu með gómsætum veitingum frá Rabbar Barnum fyrir hvers kyns tilefni. Endilega hafðu samband á rabbarbarinn@rabbarbarinn.is ef þú vilt gera þinn viðburð eftirminnilegri.

Grænmeti í lausasölu

Nafn Rabbarbarsins er dregið af hjarta búðarinnar, grænmetisbarnum, en grænmeti í lausasölu hefur ávallt verið aðalsmerki staðarins. Rabbarbarinn er einn fárra staða á Íslandi sem býður upp á umbúðalaust, íslenskt grænmeti beint frá bónda og er í nánu samstarfi við Sölufélag garðyrkjumanna þar sem um 70 bændur eru í samstarfi.
Börn hafa sum kallað barinn ,,tómatabarinn” og má segja að staðurinn beri viðurnefnið með rentu þó ekki sé einungis hægt að nálgast ferska tómata þar heldur ógrynni tegunda af fersku grænmeti á uppskerutíma.

Fylgstu með okkur!

2 weeks ago

Rabbar Barinn

Komdu í jólaskapið hjá Rabba! Happy hour alla daga alltaf í desember 😜🎅Grandi - Mathöll

Stór Stella 750kr.
Vínglas 850kr.

Komdu nú að jólast. Ath, bara í Granda mathöll
... See MoreSee Less

View on Facebook

4 weeks ago

Rabbar Barinn

FÓR Í BANKA EKKI BANKA 😉

Við lokum klukkan 15 í dag vegna starsmannagleði á Hlemm&Granda Mathöll. Hlökkum til að taka á móti ykkur aftur hress á morgun 🤗
... See MoreSee Less

View on Facebook

1 month ago

Rabbar Barinn

Íslenskur hvítlaukur loksins komin í hús 😁😁 ... See MoreSee Less

View on Facebook

Hvar erum við?

Hlemmur Mathöll

Laugavegur 107
101 – Reykjavík

Opna í Google Maps

Grandi Mathöll

Grandagarður 16
101 – Reykjavík

Opna í Google Maps

Hvar erum við?

Hlemmur Mathöll

Laugavegur 107
101 – Reykjavík

Opna í Google Maps

Grandi mathöll

Grandagarður 16
101 – Reykjavík

Opna í Google Maps

Opnunartímar

Hlemmur Mathöll

@ Laugavegur 107, 101 Rvk
s: 519 - 2139
11:00 – 22:00

Alla daga vikunnar

Grandi Mathöll

@ Grandagarður 16, 101 Rvk
s: 519 - 2129
Mán - Fim  | 11:00 – 21:00
Fös - Sun | 11:00 - 22:00

Hafa samband

Við bítum ekki, endilega skildu eftir skilaboð ef þú hefur einhverjar spurningar

4 + 13 =